„Þetta er rangt og ég biðst velvirðingar“

Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á BUGL.
Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á BUGL. Eggert Jóhannesson

Björn Hjálmarsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala, biðst afsökunar á þeim ummælum sem höfð voru eftir honum í Stundinni í morgun.

Þar var haft eftir honum að hann hafi efasemdir um vísindalegar forsendur þeirra meðferða sem Landspítalinn veitir transbörnum og ungmennum.

„Þetta er rangt og ég biðst velvirðingar á þeim orðum. Sú þjónusta sem transteymi BUGL veitir börnum og ungmennum byggir á alþjóðlegum viðmiðum og gagnreyndum rannsóknum. Teymið er skipað þverfaglegum hópi sérfræðinga sem einsetur sér að veita skjólstæðingum okkar eins góða þjónustu og meðferð og nokkur kostur er á,“ segir á vef Landspítalans.

Í frétt Stundarinnar segir að Björn hafi sagt í tölvupósti að meðferðir við kynama, upplifun að einstaklingur sé ekki af því kyni sem honum var úthlutað við fæðingu, væru byggðar á „myrkri“, „aktivisma“ og „fákunnáttu“. Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert