Ferðamaður slasaðist illa við gosstöðvarnar

Björgunarsveitin færir ferðamanninn yfir í sjúkrabíl við bílastæðið í Leirdal.
Björgunarsveitin færir ferðamanninn yfir í sjúkrabíl við bílastæðið í Leirdal. Ljósmynd/Aðsend

Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð út í dag þegar að ferðamaður slasaðist illa á fæti í nágrenni við gosstöðvarnar hjá Fagradalsfjalli.

Björgunarsveitin fann manninn eftir stutta leit og hlúði að honum. Var hann þá færður inn í björgunarsveitarbíl og fluttur ásamt sjúkraflutningamönnum niður á bílastæði í Leirdal þar sem sjúkrabíll tók á móti honum og flutti hann á sjúkrahús.

Björgunarsveitin hefur orðið nokkuð vön að svara útköllum vegna atvika við gosstöðvarnar og vísar björgunarsveitin til þess í Facebook færslu sinni um útkallið. „Þar með lauk enn einu útkallinu við gosstöðvarnar þar sem samstarf viðbragðsaðila er alveg upp á 10 enda mikið og gott samstarf milli allra aðila,“ stendur í færslunni en hana er hægt að lesa í heild sinni hér að neðan í fréttinni.

Í Facebook færslu sinni hvetur björgunarsveitin fólk til að fara varlega núna þegar að ferðasumarið er að hefjast. 

mbl.is