Minjastofnun kynnir sér málefni gömlu húsanna

Bjarnahús á Húsavík var byggt 1907. Það er nú safnaðarheimili.
Bjarnahús á Húsavík var byggt 1907. Það er nú safnaðarheimili. Ljósmynd/Atli Vigfússon

Sviðsstjóri frá Minjastofnun fer til Húsavíkur í næstu viku vegna áframhaldandi viðgerða á Húsavíkurkirkju og fyrirhugaðra viðgerða á safnaðarheimilinu í Bjarnahúsi. Hann mun í leiðinni kynna sér viðgerðir á þriðja gamla húsinu á staðnum, Bjarnabúð, sem gagnrýndar hafa verið.

Gafl, félag um þingeyskan byggingararf, hefur gagnrýnt vinnubrögð við endurbætur á Bjarnabúð sem stendur við Garðarsbraut 12. Bent er á að verið sé að skipta út timburgluggum fyrir glugga úr áli og plasti.

Framkvæmdir standa yfir á Bjarnabúð.
Framkvæmdir standa yfir á Bjarnabúð. Ljósmynd/Aðsend

Athugasemdir gerðar

Pétur H. Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir að farið hafi verið í framkvæmdir við Bjarnabúð án samráðs við stofnunina og hafi verið gerðar athugasemdir við ákveðin atriði í samtali við eigandann. Segist Pétur ætla að skoða þessi mál þegar hann fer til Húsavíkur í næstu viku vegna viðgerða á Húsavíkurkirkju og Bjarnahúsi.

Öll eru þessi hús meira en 100 ára gömul og njóta því friðunar, teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni húsameistara, og mynda eins konar miðju í bænum á Húsavík, að mati Gafls.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »