Segja leigjendur bera stærstan hluta skaðans

Talið er að stærð leigumarkaðarins hér á landi sé um …
Talið er að stærð leigumarkaðarins hér á landi sé um 32.500 íbúðir og að tæplega helmingur þeirra eða um 16.000 séu í húsnæðisbótakerfinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ekki eru allir á þeirri skoðun að hækkun húsnæðisbóta til leigjenda í nýsamþykktum lögum um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu gangi nægilega langt eða bæti stöðu leigjenda að einhverju ráði.

Í umsögn Samtaka leigjenda á Íslandi við frumvarpið segir að þessar aðgerðir bæti aðeins allra tekjulægstu leigjendunum skaðann af aukinni verðbólgu og þá aðeins hluta hans.

„Stóran hluta skaðans verður þessi hópur að bera sjálfur, fólk og fjölskyldur sem fyrir aukna verðbólgu gat engan veginn náð endum saman,“ segir í umsögninni og ennfremur að öðrum leigjendum verði bættur skaðinn að mjög litlu eða engu leyti.

Í stjórnarfrumvarpinu sem nú hefur verið lögfest er kveðið á um að grunnfjárhæðir húsnæðisbóta hækki um 10% frá 1. júní og frítekjumörk húsnæðisbóta hækka afturvirkt frá áramótum um 3%.

Talið er að stærð leigumarkaðarins hér á landi sé um 32.500 íbúðir og að tæplega helmingur þeirra eða um 16.000 séu í húsnæðisbótakerfinu. Þá séu líklega a.m.k. 70% þeirra sem fái húsnæðisbætur með vísitölutengda leigusamninga.

BSRB bendir á í umsögn að það séu eingöngu leigjendur undir ákveðnum tekjumörkum sem eiga rétt á húsnæðisbótum og bætur hafi ekki hækkað síðan árið 2018.

10% hækkun grunnbótanna þýði að frá og með 1. júní verði grunnbæturnar 35.706 kr. í stað 32.460 á mánuði. Hins vegar hafi vísitala leiguverðs hækkað um 20 prósent frá ársbyrjun 2018 og vísitala neysluverðs sömuleiðis. Því hefði að mati BSRB þurft að hækka grunnbæturnar mun meira til að mæta betur leigjendum eða í tæplega 39.000 krónur.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »