Miklar skemmdir eftir eldsvoða í Skútuvogi

Bílar frá þremur stöðvum voru sendir á vettvang.
Bílar frá þremur stöðvum voru sendir á vettvang. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldur kviknaði í verslun og verkstæði í Skútuvogi seint í gærkvöldi og voru slökkviliðsbílar frá þremur stöðvum sendir á vettvang. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Samkvæmt frétt RÚV er um að ræða húsnæði verslunarinnar Tunglskin og rafskútuleigunnar OSS.

Tilkynning um eldinn barst klukkan rétt rúmlega ellefu í en greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og var slökkvistarfi lokið um hálfeitt í nótt, að sögn varðstjóra.

Miklar skemmdir urðu á húsnæðinu, enda þarf ekki mikið til að allt sé ónýtt í svona húsnæði þegar eldur kemur upp að sögn varðstjóra. Húsnæðið var mannlaust.

Eldsupptök liggja ekki fyrir en lögregla fer nú með rannsókn málsins.

mbl.is