Aukið hlutverk Alþingis í brottvísunarmálum

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umboðsmaður Alþingis mun hljóta sérstaka fjárveitingu til að fylgjast með framkvæmd brottvísana á flóttafólki héðan frá landi.

„Þetta er fyrirkomulag sem er vel þekkt innan samstarfsríkja okkar í Schengen,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra en enginn hefur þjónað þessu hlutverki hingað til.

„Þarna er bara kominn óháður aðili á vettvangi þingsins,“ segir hann, en um er að ræða sjálfstætt erindi samhliða nýju útlendingafrumvarpi ráðherrans. Jón býst við að forsætisnefnd geti tekið ákvörðun um hvort erindið verði samþykkt, sem hann býst sterklega við.

Í kjölfarið verði veitt aukið fé til þess að embættið geti sinnt þessu hlutverki.

Engar breytingar verða því í raun á framkvæmd frá- og brottvísana, aðeins nýr og óháður eftirlitsaðili.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert