Þekktu einkenni apabólu

Blöðrurnar þorna að lokum og mynda sár með hrúðri.
Blöðrurnar þorna að lokum og mynda sár með hrúðri. AFP

Apabóla hefur ekki greinst hér á landi enn sem komið er. Vegna dreifingar veirunnar um Evrópu hefur heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tekið saman einkenni, smitleiðir og viðeigandi viðbrögð. 

Í samantektinni segir að apabóla sé vel þekktur sjúkdómur en hefur hingað til verið sjaldgæfur utan Mið- og Vestur Afríku.

Einstaklingar sem eru með einkenni og grun um smit ættu ekki að koma á heilsugæslustöð eða bráðamóttöku Landspítalans, heldur hafa samband við heilsugæsluna símleiðis í síma 513-1700 eða með netspjalli Heilsuveru án tafar.

Fyrstu einkenni líkjast flensu

Einkenni apabólu eru eftirfarandi: 

  • Venjulega líða ein til tvær vikur frá smiti þar til einkenna verður vart en þó geta liðið allt að þrjár vikur.
  • Fyrstu einkenni líkjast flensueinkennum, hiti, vöðvaverkir, þreyta og höfuðverkur.
  • Tveimur til þremur dögum síðar koma fram útbrot sem oft fylgir kláði og óþægindi. Sumir einstaklingar fá auma og stækkaða, bólgna eitla. Útbrotin eru fyrst flöt en síðan myndast bólur og loks vökvafylltar blöðrur. Útbrotin geta verið útbreidd og einnig á höndum og fótum.
  • Blöðrurnar þorna að lokum og mynda sár með hrúðri. Þegar blöðrurnar þorna og útbrotin gróa er einstaklingurinn ekki lengur smitandi. Ferlið getur tekið allt upp í 4 vikur.
  • Útbrotin geta líkst hlaupabólu eða sárasótt. Það sem aðgreinir útbrot af völdum apabólu frá útbrotum hlaupabólu er að útbrotin af völdum apabólu eru alltaf öll á sama stigi í ferlinu.
  • Alvarleg veikindi eru sjaldgæf (í innan við tíunda hverju tilviki) og oftast gengur sjúkdómurinn yfir af sjálfu sér án meðferðar.

Forðastu kynlíf með mörgum ókunnugum

Smitleiðir apabólu eru eftirfarandi: 

  • Smitleiðir eru dropasmit og snertismit við náið samneyti. Veiran getur einnig lifað lengi á þurru yfirborði (í mánuði eða ár) og þannig borist með fatnaði, rúmfötum eða handklæðum yfir í fólk.
  • Dropasmit er frá öndunarvegi þess sýkta með munnvatni, hósta eða hnerra við náið samneyti en snertismit verða vegna vessa frá útbrotum við snertingu manna á milli eða með rúmfötum, fatnaði og þess háttar í gegnum húð og slímhúð.

Til að minnka líkur á smiti og útbreiðslu smita ætti að:

  • Forðast kynlíf með mörgum ókunnugum einstaklingum.
  • Fara í einangrun ef einstaklingur fær einkenni sem bent geta til apabólu og hafa samband við heilsugæsluna símleiðis í síma 513-1700 eða með netspjalli Heilsuveru.
  • Sinna handhreinsun og þrifum á sameiginlegum snertiflötum.
  • Fylgja leiðbeiningum um smitgát ef viðkomandi hefur verið í nánd við einstakling sem síðan greinist með apabólu einum til tveimur dögum síðar.

Meðferð við apabólu

Til að stöðva útbreiðslu apabólu er beitt einangrun og smitgát. Veikindin eru venjulega væg og meðferð því fyrst og fremst stuðningsmeðferð. Hinn sýkti þarf að vera í einangrun þangað til útbrot hafa gróið. Það tekur að jafnaði tvær til þrjár vikur en getur tekið allt að fjórar vikur. Verið er að skoða möguleg opinber úrræði fyrir einangrun hérlendis fyrir þá sem hafa ekki slíka aðstöðu.

Ekki umgangast dýr

Í einangrun skal:

  • Halda sig í eigin herbergi eða íbúð. Nota sérbaðherbergi ef hægt er.
  • Nota eigin matarílát og áhöld og þrífa eftir sig.
  • Ekki deila fatnaði, handklæðum eða rúmfötum.
  • Halda fjarlægð frá öðrum og þar með talið forðast faðmlög, kossa, kynlíf.
  • Sinna handhreinsun og nota andlitsgrímu ef aðrir eru nálægt.
  • Forðast umgengni við viðkvæma hópa.
  • Ekki umgangast dýr því hugsanlega getur smit borist frá fólki í dýr, sem þá gætu borið smit aftur í fólk.
  • Bera andlitsgrímu, halda fjarlægð og hylja útbrot ef farið er út af heimilinu (til dæmis í göngutúra).
  • Þeir sem hafa verið í nánd við smitaðan einstakling og teljast því útsettir fyrir smiti þurfa að halda sig sem mest til hlés og vera í smitgát í þrjár vikur. Í smitgát skal:
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert