3,4 stiga skjálfti norður af Kolbeinsey

Kolbeinsey. Mynd úr safni.
Kolbeinsey. Mynd úr safni. Ljósmynd/Sindre Skrede

Jarðskjálfti sem mældist 3,4 að stærð, samkvæmt fyrstu tölum Veðurstofu Íslands, varð um 110 kílómetrum norðnorðaustur af Kolbeinsey um hálffjögurleytið í nótt.

Að sögn Kristínar Elísu Guðmundsdóttur, náttúruvársérfæðings hjá Veðurstofunni, voru upptök skjálftans frekar langt frá landi.

Hún segir ekki óvenjulegt að fá skjálfta af þessari stærðargráðu á þessu svæði. Hann tengist ekki jarðskjálftanum sem varð úti fyrir Gjögurtá í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert