Gistinætur rúmlega fimmfalt fleiri

Aukning gistinótta var fyrst og fremst drifin af erlendum ferðamönnum …
Aukning gistinótta var fyrst og fremst drifin af erlendum ferðamönnum en af þeim 459.000 gistinóttum í apríl voru 72%, eða 332.000, keyptar af þeim. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gistinætur á skráðum gististöðum á Íslandi voru rúmlega fimmfalt fleiri nú í apríl heldur en árið áður, samkvæmt tilkynningu frá Hagstofunni.

Aukningin var fyrst og fremst drifin af erlendum ferðamönnum en af þeim 459.000 gistinóttum í apríl voru 72%, eða 332.000, keyptar af þeim.

Gistinætur á hótelum voru 297.300 en á gistiheimilum um 48.700. Um 113.000 nætur voru á öðrum tegundum skráðra gististaða svo sem í íbúðagistingu, í orlofshúsum og svo framvegis.

Mest jókst gistinóttum hlutfallslega á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert