„Margþætt mismunun“ gegn konum af erlendum uppruna

Árni Matthíasson, Ingibjörg Sólrún og Olena Jadallah.
Árni Matthíasson, Ingibjörg Sólrún og Olena Jadallah. Ljósmynd/Ari Páll

Kynjaþing Kvenréttindafélags Íslands fór fram sl. laugardag í Veröld - Húsi Vigdísar. Ýmsir viðburðir fóru fram yfir daginn, en helst í brennidepli voru málefni þolenda ofbeldis, kvenna á flótta og margþætt mismunun kvenna af erlendum uppruna. 

Dagskrá þingsins var skipulögð af félagasamtökum og hópum. Hugmyndin er sú að auka samræður þeirra sem annt er um jafnrétti í heiminum, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður fyrir miðju ávarpar gesti.
Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður fyrir miðju ávarpar gesti. Ljósmynd/Ari Páll

Í ár var m.a. einn viðburður tileinkaður margþættri mismunun gegn konum á flótta. Fram komu konur sem eiga það sameiginlegt að hafa flóttabakgrunn eða þekkja til aðstæðna kvenna á flótta í gegnum aktívisma, fræðimennsku eða störf á þessu sviði. Þau sem tóku til máls voru Diana Aisaami El Musfi, enskukennari frá Sýrlandi, Erna Huld Ibrahimsdóttir, þýðandi, Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur, Andie Sophia Fontaine, blaðamaður hjá Reykjavík Grapevine, Sonja Kovacevic, listakona, kennari og verkefnastjóri hjá Tengja og Helen Benedict, höfundur og prófessor við Columbia-háskóla. 

Frá kynjaþinginu.
Frá kynjaþinginu. Ljósmynd/Ari Páll

UN Women stóð einnig að viðburði um innrásina í Úkraínu og mikilvægi kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar. Þar héldu erindi Ingibjörg Sólrún, fyrrverandi utanríkisráðherra og svæðisstjóri UN Women, Árni Matthíasson, netstjóri mbl.is og stjórnarmeðlimur UN Women á Íslandi, sem og Olena Jadallah, fyrrverandi aðstoðarborgarstjóri í Irpin og doktor í hagfræði sem kom nýverið til Íslands sem flóttamaður frá Úkraínu.

mbl.is