Ný akrein mun liðka verulega fyrir umferð

Hin nýja beygjuakrein til norðurs inn á Sæbrautina mun greiða …
Hin nýja beygjuakrein til norðurs inn á Sæbrautina mun greiða stórlega fyrir flæði bílaumferðar. mbl.is/sisi

Nú standa yfir framkvæmdir á gatnamótum Sæbrautar, Vatnagarða og Sægarða í Reykjavík, sem ætlað er að greiða fyrir umferð á þessum fjölförnu gatnamótum.

Útbúin verður ný beygjuakrein til hægri inn á Sæbrautina og verður hún ljósastýrð. Til þessa hefur verið þarna ein akrein í báðar áttir og því hafa oft myndast langar bílaraðir á gatnamótunum. Þetta er ein helsta leið vöruflutningabíla frá Sundahöfn inn á stofnvegi höfuðborgarinnar. Því er ljóst að þessi framkvæmd verður mikil bót.

Settir verða upp nýir ljósastólpar í verkinu. Þá verða tvær nýjar gönguþveranir útbúnar, annars vegar yfir Sægarða, norðan Vatnagarða og hins vegar yfir Vatnagarða vestan Sægarða.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert