Eldra fólk heldur fast í myndlyklana og línulega dagskrá

Kort/mbl.is

Mikill munur er á sjónvarpsneyslu eftir aldri fólks. Eldra fólk heldur enn fast í myndlykla frá stóru sjónvarpsveitunum tveimur og horfir á línulega dagskrá en yngra fólk horfir mun minna á línulega dagskrá og notast frekar við öpp á snjalltækjum eða í snjallsjónvörpum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri neytendakönnun Fjarskiptastofu vegna fastlínutenginga sem birt var í vikunni. Könnunin var gerð í apríl af Maskínu og fór fram á netinu. Svarendur voru 929 talsins.

Í könnuninni kemur fram að 42% þátttakenda horfa fyrst og fremst á línulega dagskrá í sjónvarpi í gegnum myndlykil frá Símanum heima hjá sér. Rúm 16% horfa á línulega dagskrá í gegnum app á tækjum á borð við Apple TV en tæp 16% gera það í gegnum myndlykil frá Vodafone. Tæp 8% horfa í gegnum app á snjallsjónvarpi. Tæp 11% horfa ekki á línulega dagskrá yfirhöfuð. Aðeins 1% svarenda horfir í gegnum loftnet.

Þegar rýnt er í aldur svarenda má sjá að tæpt 91% fólks 68 ára og eldri horfir á línulega dagskrá í gegnum myndlykla frá Símanum og Vodafone. Um 22% fólks á aldrinum 18-29 horfa hins vegar aldrei á línulega dagskrá. Áberandi er að viðskiptavinir Símans halda mesta tryggð við línulega dagskrá en viðskiptavinir Nova og Hringdu segjast margir gjarnan ekki horfa á línulegt sjónvarp. Geri þeir það er það oftast í gegnum app.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert