Hringrás úr Sundahöfn

Gömlum bílum fargað hjá Hringrás.
Gömlum bílum fargað hjá Hringrás. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Formleg ákvörðun um lóðina verður tekin í haust. Nú fer í gang samtal við leigutakann,“ segir Gunnar Tryggvason, starfandi hafnarstjóri hjá Faxaflóahöfnum.

Á fundi stjórnar Faxaflóahafna í síðustu viku var samþykkt bókun um framtíð lóðarinnar í Klettagörðum 9. Þar hefur fyrirtækið Hringrás verið með starfsemi um langt árabil en nú virðist komið að leiðarlokum.

„Stjórnendur Faxaflóahafna upplýsi leigutaka og framleigjanda að Klettagörðum 9 að núverandi starfsemi verði ekki heimiluð á lóðinni eftir að núverandi leiguafnotum lýkur þann 31. desember 2023. Leigutakar og aðrir þeir er spyrjast fyrir um lóðina skulu upplýstir um að ákvörðun um framtíðarnot lóðarinnar liggi ekki fyrir,“ sagði í bókun hafnarstjórnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert