Ný hraðhleðslustöð við Nettó í Grindavík

Stefán Guðjónsson og Sigurður Ástgeirsson við hleðslustöðina í Grindavík.
Stefán Guðjónsson og Sigurður Ástgeirsson við hleðslustöðina í Grindavík. Ljósmynd/Aðsend

Samkaup hefur sett upp hraðhleðslustöð við verslun Nettó í Grindavík. Um er að ræða aðra hleðslustöðina sem Samkaup setur upp við verslanir sínar en þegar hefur hleðslustöð verið komið fyrir við verslun Nettó í Borgarnesi.

Samkaup gerðu í fyrra samning við Ísorku og er markmiðið að koma upp hleðslustöðvum við verslanir fyrirtækisins um land allt. Samkaup rekur rúmlega 60 verslanir undir vörumerkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland.

Ísorka rekur í dag yfir 1.700 hleðslustöðvar á Íslandi og eru um 700 þeirra aðgengilegar almenningi.

mbl.is