Óvissan vegna jarðhræringa óþægileg

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákveðið var á fundi þjóðaröryggisráðs í gær að setja á laggirnar viðbragðsteymi ráðuneytisstjóra vegna jarðhræringa á Reykjanesi og mögulegra eldsumbrota þar.

Þetta kemur fram á facebook-síðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Teyminu verður falið að útfæra skipulag um viðbúnað og samhæfingu sem tryggi aðkomu þeirra stofnanna sem í hlut eiga, sveitarfélaga og fleiri aðila.

Grindavík. Fjallið Þorbjörn vinstra megin í bakgrunni.
Grindavík. Fjallið Þorbjörn vinstra megin í bakgrunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórnvöld fylgjast vel með stöðunni nú sem endranær og reynslan frá því í fyrra þegar jarðhræringarnar í Geldingadölum enduðu með eldgosi í Fagradalsfjalli býr með okkur,“ skrifar Katrín.

Hún segir óvissuna óþægilega, eins og þau sem finni fyrir tíðum skjálftum þekki best. 

„Stjórnvöld, í góðu samstarfi með almannavörnum og fleiri aðilum, leggja kapp á að tryggja öryggi fólks, heimili og samfélagslega innviði kæmi til þess að jarðhræringarnar sem nú standa yfir enduðu með gosi.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert