Hálf þjóðin er með staðfest smit

Frá bólusetningu við kórónuveirunni.
Frá bólusetningu við kórónuveirunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Staðfest Covid-19-smit hér á landi voru í vikunni orðin 188.291 samkvæmt vefnum covid.is. Því hefur nákvæmlega helmingur þjóðarinnar greinst með smit.

„Þetta eru þeir sem eru með staðfesta sýkingu. Það hafa töluvert fleiri sýkst en þessar tölur segja til um,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Hann segir að um 100 manns greinist nú á hverjum degi með Covid-19-smit. Líklega smitist fleiri og greini sig heima án þess að mæta í staðfestingarpróf eða tilkynna það sérstaklega. Sýkingin malli því í samfélaginu. „Það hefur náðst gott hjarðónæmi, annars værum við með útbreitt smit í samfélaginu,“ sagði Þórólfur.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert