Varnarmálaráðherrar 12 ríkja á Íslandi í næstu viku

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands. Ljósmynd/ Utanríkisráðuneyti Finnlands

Varnarmálaráðherrar Norðurhópsins, óformlegs samstarfsvettvang Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna, Bretlands, Hollands, Póllands og Þýskalands, munu funda á Íslandi á þriðjudaginn og miðvikudaginn næstkomandi. 

Ísland fer með formennsku í hópnum í ár.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, fer með varnarmál fyrir Íslands og mun sækja fundinn fyrir hönd landsins. 

Að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, verður viðbúnaður hefðbundinn. Haldinn verður vinnukvöldverður í Hörpu að þriðjudagskvöldi og vinnufundur á Hótel Nordica á miðvikudaginn. 

mbl.is