Icelandair fagnar 85 ára afmæli í dag

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir frumkvöðlaanda starfsfólkis félagsins hafa …
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir frumkvöðlaanda starfsfólkis félagsins hafa einkennt félagið alla tíð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Icelandair fagnar í dag 85 ára afmæli, en fyrirtækið rekur sögu sína aftur til stofnunar Flugfélags Akureyrar árið 1937. Í mars 1940 var nafni þess breytt í Flugfélag Íslands. Árið 1973 sameinaðist félagið Loftleiðum og nafni þess breytt í Flugleiðir, sem síðar tók upp nafnið Icelandair.

Að baki Icelandair og forverum þess liggur heilmikil saga, sem einkennist bæði af stórum sigrum og miklum skakkaföllum, en hér stendur félagið enn 85 árum síðar. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í samtali við Morgunblaðið að það sem fyrst og fremst hafi einkennt fyrirtækið, sé frumkvöðlaandi þess starfsfólks sem hefur starfað fyrir félagið í gegnum tíðina.

„Það er ástæða þess að flugfélag sem stofnað var árið 1937 er enn starfandi í dag,“ segir Bogi Nils.

„Fyrirtækið og starfsfólk þess í gegnum tíðina hefur gengið í gegnum ýmislegt á 85 árum en staðist þær áskoranir vel. Nú erum við í mikilli sókn, eftir því sem áhrif heimsfaraldursins minnka."

Bogi Nils segir að í dag verði fagnað, bæði með starfsfólki og farþegum en allir farþegar sem fljúga með félaginu í dag fá 1.937 vildarpunkta í tilefni dagsins.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag, 3. júní.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert