Slátrað úr kvíabólum á Austfjörðum

Unnið við laxeldi í Berufirði.
Unnið við laxeldi í Berufirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Staðfest hefur verið að meinvirkt afbrigði ISA-veirunnar sem getur valdið blóðþorra í laxi hefur greinst í sýnum úr laxi á tveimur kvíabólum Ice Fish Farm í Berufirði, það er Hamraborg og Svarthamarsvík. Fiski verður slátrað upp úr kvíunum og fjörðurinn hvíldur. Þegar því verki lýkur hefur þurft að slátra nokkrum milljónum laxa, úr öllum kvíum fyrirtækisins á helstu eldissvæðunum, Reyðarfirði og Berufirði.

Fyrirtækið vinnur nú að áætlunum um eldi á næstu árum. Kvíabólin verða rekin sjálfstætt og stefnt er að því að hefja bólusetningu gegn ISA. Jens Garðar Helgason aðstoðarforstjóri segir að sýkingin setji strik í reikning fyrirtækisins en verið sé að setja út mikið af seiðum þannig að slátrun ætti að komast á gott skrið seinni hluta næsta árs.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert