Þúsund störf á vellinum

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um þúsund manns hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, Airport Associates og Icelandair á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarið. Það er tugprósenta fjölgun milli ára.

Brynjar Már Brynjólfsson, mannauðsstjóri móðurfélags Isavia, segir um 700 manns hafa starfað hjá félaginu á Keflavíkurflugvelli um síðustu áramót. Síðan hafi verið ráðnir um 300 sumarstarfsmenn. Samanlagt verði um 950 starfsmenn í sumar en þeir voru um 700 í fyrrasumar. Það er 36% fjölgun milli ára.

Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, segir fyrirtækið hafa ráðið 170 manns undanfarið. Því munu um 370 starfa hjá því í sumar, en starfsmenn voru um 250 í fyrrasumar.

„Ég met stöðuna þannig að innan tveggja ára verðum við aftur komin í svipaða stærð og sumarið 2018 og þá með 600-700 starfsmenn. Það held ég að sé raunhæft markmið,“ segir Sigþór Kristinn um stöðuna.

Hjá Icelandair fengust þær upplýsingar að fyrirtækið hefði ráðið um 1.200 manns fyrir sumarið. Alls muni 3.600 starfa hjá því í sumar, en starfsmenn voru 2.500 í fyrrasumar. Af þessum 1.200 sem voru ráðnir í sumar, væru um 500 á jörðu niðri.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert