Úr rigningunni úti inn á ströndina í Hafnarhúsinu

Margir lögðu ferð sína í Hafnarhúsið um helgina til að …
Margir lögðu ferð sína í Hafnarhúsið um helgina til að sjá verkið Sun and sea. mbl.is/Óttar

Verkið Sun & Sea var sýnt í dag og í gær í Hafnarhúsinu sem partur af Listahátíð Reykjavíkur sem fer fram frá fyrsta til nítjánda júní. Greint var frá því fyrr í vikunni að búið væri að fylla Hafnarhúsið af sandi en fjöldin allur af fólki lagði leið sína í Hafnarhúsið í dag til að bera óperuna á ströndinni augum.

Löng röð var fyrir utan Hafnarhúsið þegar að ljósmyndara mbl.is bar að garði og því greinilegt að vel var sótt á verðlaunaða listaverkið. 

Löng röð fyrir utan Hafnarhúsið í dag.
Löng röð fyrir utan Hafnarhúsið í dag.

Verkið er í senn gjörningur, innsetning og ópera. Í verkinu liggur fjöldin allur af fólki á ströndinni og gerir þá eðlilegu hluti sem að fólk tekur upp á meðan það er á ströndinni nema þar að auki syngur það óperu. Verkið var flutt í dag og í gær í fjóra klukkutíma í sífelldri endurtekningu og gat fólk komið og farið eins og það vildi. 

Verkið er eftir listakonurnar Rugilė Barzdžiukaitė, Vaiva Grainytė og Lina Lapelytė frá Litháen og vann það Gullna Ljónið á Fen­eyjat­víær­ingn­um árið 2019. Hægt er að lesa nánar um verkið í meðfylgjandi frétt hér fyrir neðan

mbl.is/Óttar
Röð svo langt sem augað eigir fyrir utan Hafnarhúsið í …
Röð svo langt sem augað eigir fyrir utan Hafnarhúsið í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Óttar

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert