Ekkert bendi til rangra aðgerða lögreglu

Manndrápið átti sér stað við Barðavog 22.
Manndrápið átti sér stað við Barðavog 22. mbl.is/Sólrún

„Málið er í rannsókn og gengur þokkalega,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglu, í samtali við mbl.is um manndráp sem varð í Barðavogi á laugardagskvöld. 

Lög­regla var um helg­ina kölluð tvisvar sinn­um á staðinn vegna líkamsárása fyrir manndrápið.

„Það er ekkert sem hægt er að sjá að lögreglan hefði átt að gera eitthvað öðruvísi,“ segir Margeir en hvorugur aðili lagði fram kæru og lögregla því lítið getað aðhafst.

Hann gat ekki veitt nánari upplýsingar á þessu stigi málsins um hinn látna en samkvæmt heimildum mbl.is er hann fæddur árið 1975. 

Karlmaður, fæddur árið 2001, varð honum að bana. 

Að sögn Margeirs hefur lögregla verið að vinna úr þeim upplýsingum sem hún hefur og rætt við vitni. 

Í gær var greint frá því að sá grunaði yrði úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Margeir segir að hann hafi ekki kært úrskurðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert