Vildi upplýsa þjóðina – Er ekki heimskur

Þegar þú ert búinn að berjast við lesblindu í rúm tuttugu ár og allir halda að þú sért latur eða lélegur námsmaður er mögnuð tilfinning að fá loks formlega staðfestingu á því að þú glímir við skerðingu sem heitir lesblinda. Þegar Snævar Ívarsson fékk þá greiningu 31 árs að hann væri með mikla lesblindu langaði hann helst til að komast í sjónvarp og greina öllum frá því að hann væri ekki heimskur.

Lesblindan hafði afar mikil áhrif á líf hans og starf. „Það var mikið tekið frá mér,“ segir hann og viðurkennir að enn þann dag í dag á hann erfitt með að rifja upp suma hluti sem tengjast skólagöngu og starfi. Hann segir sjálfur að líkast til hefði hann orðið arkitekt ef lesblindan hefði ekki hrjáð hann.

Snævar er gestur Dagmála í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert