Rekstur sveitarfélags verður endurhugsaður

Fjóla Steindóra Kristinsdóttir tekur við starfi bæjarstjóra Árborgar á morgun.
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir tekur við starfi bæjarstjóra Árborgar á morgun. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Verkefnin framundan eru stór og krefjandi. Við stjórn sveitarfélagsins töldum við mikilvægt að mynda sterkt tvíeyki, þar sem jafnræði verður lykilatriði,“ segir Fjóla St. Kristinsdóttir, sem á morgun, miðvikudag, tekur við starfi bæjarstjóra í sveitarfélaginu Árborg.

Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu, ætla þau Bragi Bjarnason og Fjóla að skipta með sér embættum bæjarstjóra og formanns bæjarráðs í Árborg. Þau tvö skipuðu 1. og 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins, sem í kosningnum vann hreinan meirihluta í bæjarstjórn.

Þungur rekstur í mínus

„Ég verð bæjarstjóri fyrri hluta kjörtímabilsins og Bragi með bæjarráðið. Eftir tvö ár höfum við svo sætaskipti, enda þótt við munum deila sömu skrifstofu. Hugsunin með því að Bragi byrji með bæjarráðið, þar sem daglegar ákvarðanir eru teknar, er meðal annars að vinna enn betur að heildarsýn sveitarfélagins, stytta boðleiðir og auka skilvirkni mála inn í stjórnsýsluna. Til þess er hann réttur maður, eftir að hafa verið stjórnandi hjá Árborg sl. fjórtán ár,“ segir Fjóla. Hún heldur áfram:

„Rekstur sveitarfélagsins er þungur nú um stundir og uppgjör síðasta árs á A-hluta eru tæpir 2,5 milljarðar króna í mínus. Við þurfum því að endurhugsa reksturinn með hagkvæmni að leiðarljósi, þó ég sé með þeim orðum ekki að boða niðurskurð. Staðan núna endurspeglarvaxtarverki sem fylgja mikilli fjölgun hér í Árborg sem nú nálgast 11.000 íbúa markið.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert