Skjálfti upp á þrjá í grennd við Fagradalsfjall

Upptök skjálftans voru 4,2 kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli.
Upptök skjálftans voru 4,2 kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jarðskjálfti af stærðinni 3,0 varð 4,2 kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli á Reykjanesskaganum á sjötta tímanum í nótt.

Upptök skjálftans voru á 5,5 kílómetra dýpi, að því er fram kemur á vef  Veðurstofunnar.

Verulega hefur dregið úr skjálftavirkninni á Reykjanesskaganum sem var uppi fyrir nokkrum vikum. Þá er nokkuð síðan að það dró verulega úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni. Þann 2. júní kom fram að ekkert landris hefði mælst á GPS-mæl­um í þrjá til fjóra daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert