Flugmenn SAS hóta verkfalli í júní

Flugmenn SAS fóru líka í verkfall árið 2019.
Flugmenn SAS fóru líka í verkfall árið 2019. AFP

Flugmenn flugfélagsins SAS, þúsund talsins, íhuga að beita verkfallsrétti sínum í lok júní, eftir að það slitnaði upp úr viðræðum milli flugfélagsins og stéttarfélags þerra.

Mannekla hefur valdið vandræðum í flugrekstri að undanförnu, meðal annars hafa orðið tafir á flugum frá London, Amsterdam og Frankfurt á liðinni viku, sökum manneklu.

Verkfall 29. júní

Viðræður SAS og hagsmunasamtaka flugmannanna, hófust í nóvember á síðasta ári. Þær hafa ekki skilað árangri og því hafa stéttarfélögin sagt yfirvöldum í Svíþjóð, Noregi og Danmörku að þau hafi í hyggju að beita rétti sínum til að leggja niður störf um óákveðinn tíma.

Verkfallið mun hefjast þann 29. júní, nema sættir náist fyrir þann tíma.

Slæm fjárhagsstaða

Gengi hlutabréfa SAS er í sögulegu lágmarki og fjárhagsstaða félagsins var illa leikin af heimsfaraldurinn.

Félagið sagði upp fimm þúsund starfsmönnum, eða um fjörutíu prósent af vinnuafli sínu, árið 2020. Það hefur svo verið rekið með tapi síðastliðin tvö ár. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam tap fyrirtækisins 1,5 milljörðum sænskra króna, eða 19, 6 milljarða íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert