Fundað með namibískum rannsakendum

Engar ákærur hafa verið gefnar út hér á landi.
Engar ákærur hafa verið gefnar út hér á landi. mbl.is/Sigurður Bogi

Íslenskir ráðherrar funduðu með utanríkisráðherra, ríkissaksóknara og varaframkvæmdastjóra spillingarnefndar Namibíu í gær og í fyrradag vegna Samherjamálsins. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir við Fréttablaðið að fundirnir hafi farið fram en gat ekki gefið upp efni þeirra.

Netumbo Nandi-Ndaitwah, Martha Imalwa og Erna van der Merwe voru meðal þeirra sem funduðu með forsætisráðherra, utanríkisráðherra og aðstoðarmanni dómsmálaráðherra Íslands.

Eins og mörgum er kunnugt varðar málið mútugreiðslur til namibískra ráðherra sem tryggðu Samherja aðgang að fiskveiðikvóta á namibískum miðum. Málið kom fyrst fram í fjölmiðlum árið 2019.

Ákærur vegna málsins hafa ekki verið gefnar út hér á landi en þær hafa verið gefnar út í Namibíu.

Ólafur vildi ekki tilgreina hvort að namibískir saksóknarar væru með gögn undir höndum sem íslenskum saksóknurum skorti.

mbl.is