Úr framlínu Strætó til TVIST

Guðmundur Heiðar hefur starfað hjá Strætó frá árinu 2017 þar …
Guðmundur Heiðar hefur starfað hjá Strætó frá árinu 2017 þar sem hann hefur sinnt almannatengslum, markaðs- og kynningarmálum. Ljósmynd/TVIST

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó hefur verið ráðinn sem hugmynda- og textasmiður og ráðgjafi í almannatengslum hjá auglýsingastofunni TVIST. Gert er ráð fyrir að hann hefji störf í lok sumars.

Guðmundur Heiðar hefur starfað hjá Strætó frá árinu 2017 þar sem hann hefur sinnt almannatengslum, markaðs- og kynningarmálum. Hann er með MA gráðu í almannatengslum frá University of Westminster í London og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

„Við erum mjög ánægð með að hafa fengið Guðmund Heiðar til liðs við okkur. Hann hefur reynslu af ýmsum sviðum sem mun án efa nýtast í hinu fjölbreytta starfi hugmyndasmiðs“ segir Kári Sævarsson, Creative Director hjá TVIST.

„Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með Guðmundi sinna krefjandi verkefnum í framlínunni hjá Strætó. Þar hefur hann sýnt einstaka samskiptahæfileika sem nú nýtast viðskiptavinum stofunnar. Við hlökkum til að fá hann í okkar góða hóp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert