Forsendur sauðfjárbúskapar brostnar

Dregin er upp dökk mynd af sauðfjárbúskap í skýrlsu Byggðastofnunar.
Dregin er upp dökk mynd af sauðfjárbúskap í skýrlsu Byggðastofnunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ljóst er að forsendur sauðfjárbúskapar að óbreyttum afurðatekjum og opinberum greiðslum eru brostnar. Þetta kemur fram í samantekt Byggðastofnunar um sauðfjárrækt, sem unnin var að beiðni Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra.

Mikið rekstrartap hefur verið á starfseminni undanfarin ár. Í samantektinni segir að rekstrarafkoma sauðfjárbúa, fyrir fjármagnsliði og afkriftir, hafi verið neikvæð frá árinu 2018. Ekki væri útlit fyrir að rekstur sauðfjárbúa batni á næstu árum.

Ríflega þriðjungur sauðfjárbænda kominn yfir sextugt

Byggðastofnun vekur athygli á að sauðfjárrækt sé víða undirstaða í byggð á dreifbýlum svæðum, ekki síst þar sem önnur atvinnutækifæru eru takmörkuð. Í samantektinni segir að kynslóðaskipti hafi verið fátíð á undanförnum fimm árum.

Ríflega þriðjungur sauðfjárbænda með 300 fjár eða meira er kominn yfir sextugt og er talið að stór hluti þeirra sé líklegur til að bregða búi á næstu árum. Rekstrarafkoma hafi verið neikvæð um nokkurra ára skeið og af því leiði að dregið hafi úr viðhaldi, endurræktun og áburðarkaupum.

mbl.is

Bloggað um fréttina