Lögreglan skoðar tilboð SUS um skutl

Gera má ráð fyrir því að einhverjir þeirra sem kjósa …
Gera má ráð fyrir því að einhverjir þeirra sem kjósa að fara út á lífið í kvöld muni nýta sér tilboð SUS.

Löglærður fulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú hvort tilboð Sambands ungra Sjálfstæðismanna um frítt skutl í kvöld standist lög. 

„Þetta er hjá fulltrúa hjá okkur. Við viljum hafa það á hreinu hvort þetta sé allt í góðu lagi eða ekki,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögregluni á höfuðborgarsvæðinu um málið. 

Lögreglan ætlar að reyna að komast að niðurstöðu um málið í kvöld en hefur ekki rætt við Samband ungra Sjálfstæðismanna vegna málsins.

„Við erum bara að skoða þetta innanhúss,“ segir Elín Agnes í samtali við mbl.is.

RÚV greindi fyrst frá því að málið væri á borði lögreglu.

Frjáls framlög í boði

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í kvöld mun Sam­band ungra sjálf­stæðismanna (SUS) bjóða miðbæj­ar­gest­um upp á skutl end­ur­gjalds­laust í kvöld. Þó verður tekið við frjáls­um fram­lög­um og mun ágóðinn renna í túlkþjón­ustu til að auka aðgengi er­lendra aðila að leigu­bif­reiðamarkaðinum.

Í til­kynn­ingu frá SUS seg­ir að skap­ast hafi neyðarástand á leigu­bíla­markaði á Íslandi og að stórt gat þurfi að fylla. Stjórn­völd boði al­gjör­ar lág­marksaðgerðir. Skor­ar sam­bandið á ráðherra að svara kall­inu og færa lög­gjöf­ina á 21. öld­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert