Þung umferð á Granda

Mikil umferð var á Granda í dag.
Mikil umferð var á Granda í dag. Ljósmynd/Páll Viðar Jensson

Mikil umferð var á Granda í dag en hátíðarhöld vegna sjómannadagsins voru haldin við Reykjavíkurhöfn. Hátíðin hef­ur ekki verið haldin und­an­far­in tvö ár vegna heims­far­ald­urs­ins.

Samkvæmt vegfaranda haggaðist umferðin varla frá því um klukkan eitt í dag til tvö. Upp úr þrjú var enn mikil umferð en nú hefur ástandið batnað mjög.

Margt var að sjá og gera í tilefni sjómannadagsins niðri á Granda en þar var meðal ann­ars boðið upp á kaj­akróður, kodda­slag og furðufiska­sýn­ingu svo fátt eitt sé nefnt.

Tónlista­menn komu fram á tveim­ur sviðum, annað við Brim og hitt á miðjum Grandag­arði. Þar meðal voru Bríet, Valdi­mar Guðmunds, Em­il­ía Hug­rún, Jón Arn­ór og Bald­ur. 

mbl.is