Ferðamenn innlyksa í Reynisfjöru

Reynisfjara er vinsæll ferðamannastaður en margir ferðamenn virðast ekki átta …
Reynisfjara er vinsæll ferðamannastaður en margir ferðamenn virðast ekki átta sig á hættunum þar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir ferðamenn urðu innlyksa upp við klett í Reynisfjöru á háflóði í dag. Útkall barst um fimm leytið og fór lögreglan og björgunarsveitir á Suðurlandi á vettvang.

Ekki var hægt að komast að ferðamönnunum og voru þá aðstæður kannaðar með drónum. Talið var að ferðamennirnir væru á öruggum stað og var því ákveðið að bíða skyldi eftir því að fjara myndi út.

Um klukkan tíu komust svo björgunaraðilar að fólkinu og náðu að bjarga því, en verið er að koma ferðamönnunum í öruggt skjól til aðhlynningar.

 „Þau eru eitthvað blaut enda búin að vera að bíða þarna í einhvern tíma en að öðru leyti voru þau ekkert slösuð. Það verður hlúið að þeim núna,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við mbl.is

Banaslys var í Reynisfjöru á föstudaginn og á laugardaginn lenti fólk í hremmingum í flæðamálinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert