Katrín S. Kristjana nýr framkvæmdastjóri SÍF

Katrín tekur við af Júlíusi Viggó.
Katrín tekur við af Júlíusi Viggó. Ljósmynd/ SÍF
Katrín S. Kristjana Hjartardóttir er nýr framkvæmdastjóri SÍF, Sambands íslenskra framhaldsskólanema, og tekur þar með við af Júlíusi Viggó Ólafssyni, sem hefur sinnt starfinu frá því í mars á þessu ári. 
Katrín hefur starfað hjá flugfélögunum WOW air og Icelandair sem verkefnastjóri, bæði í flugrekstri og á lög- og fjármálasviðum. Katrín var einnig í tímabundum verkefnum hjá Origo, í vöruþróun, þjónustulýsingum og innleiðingum.
Katrín S. Kristjana Hjartardóttir
Katrín S. Kristjana Hjartardóttir Ljósmynd/ SÍF

Tækifæri til að tengja skólana betur saman

Hún situr í stjórn FKA, Félag kvenna í atvinnulífinu sem gjaldkeri og einnig í varastjórn FHK, Félagi háskólakvenna.

Katrín er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands ásamt BA gráðu úr stórnmálafræði frá sama skóla.

„Ég sé starfið sem tækifæri til þess að tengja framhaldsskóla landsins betur saman, betur við stjórnsýsluna og þá eftirspurn sem er á vinnumarkaði. Verkefni sambandsins eru mörg og verður því krefjandi og á sama tíma skemmtilegt að halda þeim góðu boltum á lofti í vetur sem þarf. Skrifstofa mín mun standa öllum nemendum opinn og verður mitt fyrsta verk að heimsækja skóla landsins og kynna mig og verkefni okkar,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningu frá SÍF. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert