Lokað fyrir umferð um Nýbýlaveg

Lokað verður fyrir umferð um Nýbýlaveg á morgun miðvikudag frá …
Lokað verður fyrir umferð um Nýbýlaveg á morgun miðvikudag frá morgni til kvölds vegna viðgerða í götunni. Ljósmynd/Rósa Braga

Á morgun verður Nýbýlavegur lokaður frá klukkan átta í fyrramálið til klukkan sex annað kvöld vegna malbiksviðgerða, að því segir í tilkynningu frá Loftorku, sem annast verkið.

Vegagerðin hefur gefið heimild til verksins ef veður leyfir. Það verður unnið í tveimur áföngum. Fyrst verða framkvæmdir vestan megin við hringtorgið á Nýbýlavegi við Lund.  Strax í kjölfarið verður ráðist í viðgerðir austan megin við það.

Lokað verður fyrir umferð um Nýbýlaveg á meðan framkvæmdunum stendur en hjáleiðir verða samkvæmt mynd. 

Kort sem sýnir lokanirnar á morgun og hjáleiðir sem hægt …
Kort sem sýnir lokanirnar á morgun og hjáleiðir sem hægt verður að aka í staðin. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is