Settur verði upp kross við Reynisfjöru

Reynisfjara. Margir af vinsælustu áfangastöðum erlendra ferðamanna eru á Suðurlandi.
Reynisfjara. Margir af vinsælustu áfangastöðum erlendra ferðamanna eru á Suðurlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lokun Reynisfjöru kemur ekki til greina, að mati Bjarnheiðar Hallsdóttur, formanns Samtaka ferðaþjónustunnar.

Hún leggur til að settur verði upp kross við fjöruna með ártali fyrir hvern og einn sem þar hefur látist.

Bjarnheiður Hallsdóttir.
Bjarnheiður Hallsdóttir. mbl.is/RAX

Komast þurfi strax að niðurstöðu

Á facebooksíðu sinni segist hún lengi hafa talað fyrir því að grípa til aðgerða sem tala inn í tilfinningar fólks.

„Einfalt og áhrifaríkt – hægt að gera strax ef vilji er fyrir hendi,“ segir hún og nefnir að komast þurfi strax að niðurstöðu um hvort og hvað eigi að gera til að auka öryggi ferðamanna á ströndinni.

mbl.is
Loka