Vonast eftir þinglokum fyrir þjóðhátíðardaginn

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikil fundahöld voru samhliða þingfundum í gær til þess að freista þess að geta náð þinglokum í sátt og samlyndi fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní nú á föstudag. Gangi allt eftir ættu dagurinn í dag og á morgun að duga til þess að ljúka umræðum, en síðan yrðu atkvæðagreiðslur á fimmtudag. Lítið má hins vegar út af bera til þess að það fari í handaskolum.

Um tíma var útlit fyrir að þinglokasamkomulag allra þingflokka nema Miðflokks, sem gert var síðastliðinn fimmtudag, væri í uppnámi, þar sem ekki var útlit fyrir að öll umsamin þingmannafrumvörp fengju framgang í þinginu, en þau reyndust mjög misflókin í meðförum eða erfið í pólitískum skilningi.

Þar á meðal var frumvarp Hildar Sverrisdóttur um að heimila netverslun með áfengi, sem var lagt til hliðar um leið og þingflokkasamkomulagið var gert, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins nötraði stjórnarheimilið vegna þess. Vinstri græn lögðust þvert gegn því og Framsókn reyndist áhugalaus um það.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert