„Fannst hún vera að deyja“

Bráðamóttaka Landspítalans.
Bráðamóttaka Landspítalans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigrún Sigurðardóttir var hvað eftir annað virt að vettugi þegar hún þurfti að fara með dóttur sína þrisvar á tíu dögum á bráðamóttöku Landspítalans til að fá loks grun hennar staðfestan um að dóttirin, nýbökuð móðir, væri með heilahimnubólgu.

„Það er náttúrulega enginn sem kemur að sinna henni og mér finnst hún vera að deyja í höndunum á mér, hún er svo mikið veik. Það endar með því að ég brest í grát og heimta að það komi læknir – þá gerist eitthvað. Þá koma læknir og hjúkrunarfræðingur og hún er sett í herbergi þar sem er fylgst með lífsmörkum. Ef hún hefði verið ein þarna, þá hefði ekkert verið gert,“ segir Sigrún Sigurðardóttir um aðra heimsókn þeirra mæðgna.

„Ég sagði í hvert einasta skipti að ég héldi að þetta væri heilahimnubólga því önnur dóttir mín var næstum dáin sex ára úr heilahimnubólgu, þannig að ég þekki einkennin,“ segir Sigrún og bætir við: „Svo verður maður svo reiður eftir á þegar það sem maður hélt er rétt og það er búið að láta hana kveljast svona lengi.“

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: