Gengur „gengdarlaust hægt“ að senda sýnin út

Sjúklingarnir eru með dæmigerð einkenni apabóluveirusmits samkvæmt sjúkdómalæknum að sögn …
Sjúklingarnir eru með dæmigerð einkenni apabóluveirusmits samkvæmt sjúkdómalæknum að sögn Guðrúnar Svanborgar Hauksdóttur, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landsspítalans.

Guðrún Svan­borg Hauks­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir sýkla- og veiru­fræðideild­ar Land­spít­al­ans, seg­ir í sam­tali við mbl.is að enn sé ekki búið að senda sýni tveggja manna, sem taldir eru hafa smitast af apabóluveiru, út til Svíþjóðar til staðfestingar.

Grein­ing­ar­tæki hér á landi hafi sagt til um ætt­kvísl­ina, þ.e. að um ort­hopox-veiru sé að ræða, sem og að PCR-próf hafi bent ein­dregið til þess að menn­irn­ir hafi smit­ast af apa­bólu­veiru. Einnig séu einkenni sjúklinganna séu dæmigerð einkenni apabóluveirusmits.

Gengur mjög hægt að senda sýnin út

„Við erum ennþá að berjast við að fá að senda þessi sýni út. Þetta gengur alveg gengdarlaust hægt, en við bíðum eftir því að fá leyfi fyrir því að þetta fari. Við vonumst til þess að þetta fari út og að niðurstaðan komi fljótlega,“ segir hún og bætir við vonir standi til að niðurstaðan komi í vikunni.

Hún segir að einkenni þeirra sem smituðust séu dæmigerð fyrir apabóluveirusmit. „Smitsjúkdómalæknarnir hafa metið þetta sem dæmigerð einkenni“

Hægt að nota í sýklahernaði

Spurð um þriðja smitið sem greindist hér á landi segir hún að notast var við sömu greiningartæki og notast var við að greina fyrri smit og að um 90% líkur séu á að um apabóluveirusmit sé að ræða. Hún segir að með því að senda sýnin út þá fæst staðfesting á að greiningartækin séu örugg.

Aðspurð segir Guðrún að enn sé ekki búið að senda sýnin vegna þeirrar skriffinnsku sem gildir um flutning slíkra sýna.

„Það er bara svo rosaleg skriffinnska í kringum þetta. Við erum með samning við flutningafyrirtæki sem tekur þetta að sér, og það þarf að fá leyfi hjá öðru flutningafyrirtæki til þess að sækja þetta. Það er vegna þess að þessi veira er skráð sem möguleg veira sem hægt er að nota í sýklahernaði og þá einhvernvegin eru bara strax orðnar rosalegar lagaflækjur í kringum þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert