Banaslys austur af Vík

Banaslys varð í dag austan við Vík í Mýrdal.
Banaslys varð í dag austan við Vík í Mýrdal. mbl.is

Ökumaður fólksbifreiðar sem lenti í árekstri vestan Kúðafljóts í dag var úrskurðaður látinn á vettvangi. Farþegi í bílnum er alvarlega slasaður.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi verið erlendur ferðamaður á sjötugsaldri sem lenti í árekstri við sendibifreið úr gagnstæðri átt. Eiginkona mannsins var flutt alvarlega slösuð með sjúkrabíl til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar og þaðan á sjúkrahús í Reykjavík.

Ökumaður sendibílsins var einn á ferð og reyndust meiðsli hans minniháttar en hann fékk aðhlynningu heilbrigðisstarfsmanna á vettvangi og var eftir það aðstoðaður við að komast heim til sín.

Búið er að opna Suðurlandsveg vestan Kúðafljóts og er vinnu við rannsókn á vettvangi lokið. Tildrög slyssins eru í rannsókn en lögregla ætlar ekki að gefna upplýsingar um einstaka þætti rannsóknarinnar fyrr en að henni lokinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert