Keyrt á börn á rafskútu

mbl.is/Eggert

Tilkynnt var um rafskútuslys í gær þar sem keyrt var á börn á rafskútu. Árekstur milli bifreiðar og rafmagnshlaupahjóls í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær.

Tvær 15 ára stúlkur á hlaupahjólinu voru fluttar með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðadeild en þær voru með áverka á ökkla, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Ökumaður bifreiðar í Garðabæ var að bakka í gærkvöldi þegar sex ára barn á reiðhjóli kom inn í hlið bifreiðarinnar.

Ökumaðurinn þekkti til drengsins og hlúði að honum og fór með hann til foreldra drengsins. Áhöfn sjúkrabifreiðar ásamt foreldrum hlúðu að drengnum og ekki var talin ástæða til að flytja hann á bráðadeild. 

Þá var lögreglu tilkynnt um líkamsárás á veitingastað í miðbænum skömmu fyrir miðnætti. Kona braut glas á höfði manns en hún var komin á annað veitingahús þegar lögregla kom og var handtekin þar.

Hún var með sár á fingrum og fyrst flutt til aðhlynningar á bráðadeild áður en hún var vistuð í fangageymslu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert