Nöfn Íslendinga á bannlista Rússa á huldu

Á meðal þeirra níu íslendinga sem settir voru á svartan …
Á meðal þeirra níu íslendinga sem settir voru á svartan lista rússneskra stjórnvalda eru þingmenn og ráðherrar sem hafa ýtt undir and-rússneska umræðu og mótað stefnu sem beinist gegn Rússlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Níu Íslendingar voru settir á svartan lista rússneskra stjórnvalda og þeim meinað að ferðast til Rússlands, samkvæmt yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu rússneska utanríkisráðuneytisins þann 23. apríl.

Enn er á huldu hvaða nöfn skipa listann, að því er fram kemur í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is.

Þingmenn og ráðherrar á meðal þeirra sem eru á listanum

Umræddar aðgerðir voru sagðar liður í gagnaðgerðum Rússa vegna þátttöku Íslands, Noregs, Grænlands og Færeyja í refsiaðgerðum vesturveldanna gegn Rússlandi í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Ekki kom fram í yfirlýsingu Rússa hverjir þessir níu Íslendingar væru, einungis að í þessum hópi væru þingmenn, ráðherrar og fólk úr viðskiptalífi, menntaheiminum og fjölmiðlum sem hafi ýtt undir and-rússneska umræðu og mótað stefnu sem beinist gegn Rússlandi.

Bollaleggingar um nöfnin

Emb­ætt­ismaður úr ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu hefur sagt að dágóður fjöldi fólks komi til greina, einkum þó þeir sem hafi haft sig í frammi um inn­rás­ina.

Þar er Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra efst á blaði, en aðrir for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru einnig nefnd­ir til sög­unn­ar auk dóms­málaráðherra.

Þá eru fasta­full­trú­i Íslands hjá Atlants­hafs­banda­lag­inu talinn lík­leg­ur, Her­mann Örn Ing­ólfs­son sendi­herra og einnig er talið að Georg Lárus­son, for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, kunni að vera á list­an­um.

Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðherrans.
Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðherrans. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert