Umdeildir útipallar við Frakkastíg í Reykjavík

Pallarnir á Frakkastíg eru ætlaðir almenningi en geta einnig nýst …
Pallarnir á Frakkastíg eru ætlaðir almenningi en geta einnig nýst veitingamönnum í nágrenninu. mbl.is/Hákon Pálsson

Nýir útipallar hafa verið lagðir við vesturkant Frakkastígs í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða almenningssvæði en veitingamenn geta einnig nýtt sér pallana, að sögn Eddu Ívarsdóttur, deildarstjóra borgarhönnunar hjá Reykjavíkurborg. „Þetta er hluti af því að verið er að leggja af bílastæði vestan megin á Frakkastígnum og það vantaði eitthvað til að loka stæðin af.“

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í nóvember í fyrra að óheimilt væri að leggja ökutækjum við vesturkant Frakkastígs sökum þrengsla sem mynduðust þegar ökutækjum var lagt beggja vegna götunnar. Að sögn Eddu lentu lögregla, slökkvilið og almenningur ítrekað í því að ekki var hægt að keyra niður götuna vegna þess hve illa var lagt í stæðin. „Með þessu móti erum við í raun að fjarlægja stæðin og það þarf að taka alla leiðina upp. Þessir pallar nýtast náttúrulega fyrir rekstur og aðra sem eru við götuna en í rauninni er þetta almenningsrými.“

Enn ein aðförin

Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur og fyrrverandi varaborgarfulltrúi, er hins vegar óánægður með umrædda framkvæmd og segir það skjóta skökku við að smíða palla á götuna þegar markmiðið er að breikka hana. „Maður skilur ekki af hverju verið er að víkka götuna til þess að þrengja hana síðan aftur með þessu.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »