Leita skjóls í Fáskrúðsfirði

Nú þegar hafa 2 af 24 keppendum komist til Íslands.
Nú þegar hafa 2 af 24 keppendum komist til Íslands.

Siglingakeppnin Vendée Arctique hefur verið stöðvuð tímabundið vegna veðurs en spáð er vindi hátt í 25 m/s. Bátarnir munu sigla í gegnum ímyndað mark við strendur Íslands og leita vars uns veðrið hefur gengið yfir. Þegar veður leyfir munu þeir hefja keppni á ný í þeirri röð og millibili sem þeir komu í markið. Nú þegar hafa keppendurnir Charlie Dalin og Thomas Ruyant leitað skjóls í Fáskrúðsfirði.

Ingvar Björnsson, formaður Siglingaklúbbs Austurlands, tók þessa mynd sem sýnir …
Ingvar Björnsson, formaður Siglingaklúbbs Austurlands, tók þessa mynd sem sýnir þá Charlie Dalin og Thomas Ruyant í Fáskrúðsfirði.

Nýta tímann til að sofa

„Þeir munu allir bíða af sér veðrið í firðinum. Svo verður ræst í sömu röð,“ segir Úlfar H. Hróbjartsson, framkvæmdastjóri Siglingasambands Íslands. Að hans sögn munu keppendur nýta tímann til að hvíla sig en lítið hefur verið um svefn hjá þeim.

Aðspurður segir Úlfar að þó að skúturnar séu vel búnar til að standast vindhviðurnar þá séu keppendur ekki reiðubúnir að leggja allt í sölurnar í þessari keppni, þar sem hún er liður í undirbúningi fyrir Vendée Global, en í henni er siglt umhverfis jörðina.

Á kortinu sést hvernig lægðin færist yfir landið.
Á kortinu sést hvernig lægðin færist yfir landið.
mbl.is