Réðst á samstarfsmann með klaufhamri og haka

Smiðir að störfum. Mynd úr safni.
Smiðir að störfum. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir voru flutt­ir á slysa­deild og einn hand­tek­inn eft­ir að til átaka kom milli bygg­inga­verka­manna sem voru við vinnu á Seltjarn­ar­nesi á ell­efta tím­an­um í morg­un.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að starfmaður verktakafyrirtækis hafi ráðist á samstarfsmann sinn með klaufhamri og haka. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku með töluverða höfuðáverka.

Samstarfsmenn mannanna náðu að yfirbuga árásarmanninn, sem var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu.

mbl.is