Fyrri ferð Baldurs aflýst

Ferjan Baldur.
Ferjan Baldur. Sigurður Bogi Sævarsson

Fyrri ferð Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, klukkan korter í átta í fyrramálið, verður aflýst. Því siglir hún ekki heldur klukkan tólf frá Brjánslæk.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Sæferða en Baldur var á reki um 300 metra frá landi í rúm­ar fimm klukku­stund­ir í dag vegna bilunar í gír. 

Fyrr í dag sagði Gunn­laug­ur Grett­is­son­, fram­kvæmda­stjóri Sæ­ferða, í sam­tali við mbl.is að ferjan verði skoðuð í kvöld og í nótt. 

mbl.is