Þeir slösuðu komnir undir læknishendur

Hér má sjá skútuna sem hefur verið komið í ból …
Hér má sjá skútuna sem hefur verið komið í ból í Berufirði. Þaðan flutti bjorgunarskipið Ingibjörg skipverjanna tvo sem slösuðust til Djúpavogs til aðhlynningar.

Ásgrímur Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við mbl.is að skipverjarnir sem voru um borð í skútu sem fékk á högg á sig við strendur Íslands séu komnir til landsins og þeir slösuðu hafa verið fluttir til Djúpavogs til aðhlynningar.

„Þeir komu inn í Berufjörð og björgunarskipið Ingibjörg flutti þessa tvo sem slösuðust til Djúpavogs þar sem læknir beið eftir þeim,“ segir hann og bætir við að mennirnir þurftu á læknisaðstoð að halda.

Spurður hvort stefnt væri að aðgerðum til aðstoðar skútu sem væri með laskað stýri segir hann að enn hefur ekki verið haft samband við Landhelgisgæsluna.

Kominn í ból

„Báturinn er kominn í ból í Berufirði og það fjögurra manna teymi á leiðinni til landsins til að lagfæra bátinn,“ segir Ingvar Björnsson, framkvæmdastjóri Siglingaklúbbs Austurlands.

Aðspurður segist Ingvar ekki geta sagt til um hvort siglingakeppnin muni sníða siglingaleið sína norður fyrir Ísland aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert