Tveir slasaðir af þremur skipverjum

Tveir eru slasaðir eftir að skúta fékk á sig högg. …
Tveir eru slasaðir eftir að skúta fékk á sig högg. Landhelgisgæslan hefur verið ræst út vegna málsins.

Tveir af þremur skipverjum eru slasaðir eftir að skúta þeirra fékk á sig högg sem Landhelgisgæslan telur hafa orsakast af straumhnút. Skútan var við strendur Íslands vegna þáttöku sinnar í siglingakeppninni Vendée Arctique en keppninni var aflýst í gærkvöldi sökum veðurs og reyna keppendur nú að koma sér undan vindhviðunum sem liggja þvert yfir Atlantshafið við Ísland. 

„Einn telur sig vera rifbeinsbrotin og ég held að sá sami sé auk þess nefbeinsbrotin. Annar segist finna til í mjöðminni en telur sig ekki vera brotin. Hann á hins vegar erfitt með að hreyfa sig,“ segir Ásgrímur Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Tveir af þremur slasaðir

Hann segir að skútan var að ferðast á um það bil 15 km/klst þegar slysið varð. Hann segir að orsök slyssins megi rekja til þess að skútan fékk á sig straumhnút sem jafnast á við að lenda á vegg. 

„Þetta er ein af skútunum, sem var við Stöðvarfjörð, sem lagði aftur af stað til baka, en þeir telja að þeir hafi siglt á eitthvað. Það er ómögulegt að segja en það virðist vera að kjölurinn hjá þeim hafi laskast. Tveir af þremur eru slasaðir.“

Erfitt að hífa sjúklinga um borð

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið ræst út en þar sem hún var í útkalli í tengslum við ferjuna Baldur þá þarf hún að koma við á Egilsstöðum vegna eldsneytis.

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð til aðgerða en hún þarf …
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð til aðgerða en hún þarf að stoppa fyrst við á Egilsstöðum sökum eldsneytis, en hún stóð í öðrum björgunaraðgerðum fyrr í dag vegna ferjunnar Baldurs. mbl.is/Sigurður Bogi

„Björgunarskipin Ingibjörg frá Hornafirði og Hafbjörg frá Neskaupsstað hafa verið kölluð út, og svo eru björgunarsveitarmenn um borð í skipinu Bessi sem tilheyrir laxeldinu inn á Berufirði. Þeir koma að skútunni eftir hálftíma og verða fyrstir á vettvang.

Þeir taka aðstæður út og svo er sirka klukkutími og hálfur í björgunarskipið Ingibjörgu. Við gerum svo ráð fyrir því að taka skútuna í tog inn í Berufjörð þar sem það eru betri veðurfarslegar aðstæður. Það er erfitt að hífa sjúkling frá borði, og mennirnir um borð telja ekki aðstæður réttlæta þá aðgerð,“ segir hann og bætir við að ekki sé talið að þeir séu í lífshættu.

Treysta sér ekki til hífingar sökum áverka

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að áverkarnir séu þess eðlis að keppendur treysta sér ekki til hífingar með þyrlu.

„Það er líklegt að þessir keppendur verða teknir um borð með björgunarskipi,“ segir hann og bætir við að staðan á skútunni sé betri en vonir stóðust til og segir hann að tveir þeirra þriggja sem lentu í árekstrinum munu mögulega sigla sjálfir í Berufjörð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert