Píratar helstu ræðukóngar Alþingis

Björn Leví Gunnarsson talaði mest allra.
Björn Leví Gunnarsson talaði mest allra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrír þingmenn úr röðum Pírata töluðu lengst á nýafstöðu vorþingi, en sem kunnugt er var 152. löggjafarþingi Alþingis frestað í liðinni viku. Björn Leví Gunnarsson talaði mest allra, eða í 1.014 mínútur, sem jafngildir um 17 klukkustundum. Í öðru sæti er félagi hans, Gísli Rafn Ólafsson, með 912 mínútur (15 klst), og Píratinn Andrés Ingi Jónsson skipar þriðja sætið með 793 mínútur (13 klst). Er hér miðað við ræðutíma, ekki athugasemdir þingmanna.

Á þinginu sl. vetur voru alls fluttar 5.173 ræður, sem voru 19.620 mínútur að lengd, eða um 327 klukkustundir. Það jafngildir því að þingmenn hafi talað linnulaust í nærri hálfan mánuð! Alls voru gerðar 4.929 athugasemdir í pontu, sem tók þingmenn um 130 klukkustundir að flytja. Meðallengd hverrar þingræðu var 3,8 mínútur.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: