SÍ vísa á bug „aðdróttunum“ formannsins

Sjúkratryggingar Íslands vísa alfarið á bug „aðdróttunum“ Ragnars Freys Ingvarssonar, formanns Læknafélags Reykjavíkur, um tilhæfulausa reikningsgerð og lögsóknir fyrir fjárdrátt.

Mun tilefnið vera frétt sem birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem Ragnar sagði að búið væri að senda fjölda bakreikninga á sjúklinga sem skráðir eru á einkareknum heilsugæslum, eftir komu þeirra í blóðprufu á heilsugæslustöð hins opinbera, þar sem starfsmenn Landspítalans annast blóðtöku. Sagði Ragnar slíkar komur skráðar í kerfið og vegna þess fengi heilsugæslan sem sjúklingurinn er skráður á bakreikning og heilsugæslunni, þar sem blóðprufan er tekin, væri greitt sérstaklega.

Taldi hann að ef málunum væri öfugt háttað yrði einkarekin stöð lögsótt fyrir fjárdrátt enda um tilhæfulausa reikninga að ræða.

Í tilkynningunni segja SÍ málið vera í skoðun en ummæli formannsins um að viðskiptahættir Sjúkratrygginga séu með öðrum hætti gagnvart einkareknum stöðvum en þeim opinberu eigi sér ekki stoð og undrast SÍ slíkar fullyrðingar í umfjöllun um mál sem er til skoðunar í góðu samstarfi allra aðila.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »