Fullur skilningur á frestun Ríkisendurskoðunar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst enn kalla saman þing þegar skýrslan …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst enn kalla saman þing þegar skýrslan liggur fyrir, en það verður líklega ekki fyrr en í kringum verslunarmannahelgi. Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun kalla saman þing þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka liggur fyrir, en tafir urðu á afhendingu skýrslunnar.

Búist var við að hún yrði tilbúin í lok júní, en nú hefur ríkisendurskoðandi gefið út að hún verði líklega tilbúin i kringum verslunarmannahelgi. 

Mikilvægt að ræða skýrsluna um leið

Aðspurð hvort Katrín hafi orðið fyrir vonbrigðum með frestunina á afhendingu skýrslunnar segir hún:

„Nei nei, mér fannst bara fyndið að hafa verið nýbúin að tilkynna þinginu að við ættum von á skýrslunni í lok júní, en þá var þessu frestað, en það er bara eins og það er og fullur skilningur á því.“

Hún telur mikilvægt að þingið komi saman og ræði skýrsluna um leið og hún liggur fyrir, líkt og áætlað var, enda sé það í samræmi við ákvörðun Alþingis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert